föstudagur, apríl 11, 2003

Góðan daginnnnn... góður dagur í dag, föstudagur og helgarfrí frammundan... Það var enginn ferð á glaumbar í gær, einhver leti í gangi í liðinu. Horfðum þess í stað á gamla vilta vestursmynd, ekki mikil skemmtun í því en ágætis afþreying samt. Er búin að plana daginn, ætla að fara í ræktina eftir vinnu, vuhhúúú, og svo eitthvað að tjúttast kanski í kvöld. Síðan förum við í Hólminn á laugardaginn og förum á Papaball... jíhhhááá, dúralúra liggalobb, já þvílíkt og annað eins riggarobb, er ég fór á sjó með Sigga Lobb og Sigga Jóns og Steina.... þetta er gaman, held að ég hafi bara textann hérna allan inni fólki til skemmtunar... En það á semsagt að vera fyllerí... Segi ykkur frá því öllu seinna... heyrði samt helvíti góða speki sem að mig langar að deila með heiminum... Work like you don't
need the money, love like you've never been hurt and dance like you do when nobody's looking!!! c",)

fimmtudagur, apríl 10, 2003

SAUMAKLÚBBAR: Ég held að það séu voðalega fáir kvennmenn í dag sem ekki eru í saumaklúbb. Sjálf er ég í tveimur, annar heitir Pink Ladys, þetta eru stelpur sem voru með mér í bekk í Viðskipta og Tölvuskólanum, 2000-2001 í AS111. Við hittumst voðalega óreglulega, erfitt að smala fólki saman. Stelpurnar sem eru með mér í honum heita, Lotta, Sjöfn, Inga Lóa, Bryndís, Björk og Telma. Síðan er það hinn klúbburinn, hann heitir ekki neitt ennþá en það eru nokkrar stelpur sem voru saman í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað vor ´99. Í honum eru Inga, Kolla, Árný og Fríða. Við hittumst sko tvisvar í mánuði. En það fyndna við í saumaklúbbum er það að ég held að það séu ekki margir klúbbar sem að í rauninni sauma. Í örðum klúbbnum í eitt skiptið kom ein með saumadót. Thats it! Þetta snýst held ég út á það að éta, allar koma með eitthvað gotterí, kökur eða nammi eða eitthvað og síðan er legið í því þangað til allt er búið. Sumir halda væntanlega að í saumaklúbbum eru rædd bleyjuskipti og húsverk.... hmmm... held ekki, það kannski kemur til talsins ég er ekki að segja það, en ég held að aðalumræðuefnið sé kynlíf og hvernig makarnir eru... það sem að maður veit um maka hinna er aðeins meira heldur en að þeir kæra sig um.... Og oft á tíðum getur maður ekki horft á þá með sömu augum aftur! c",) Hvað fær fólk eiginlega til að segja frá einhverju sem er jafn heilagt og kynlíf hjóna??? Sumt er náttúrulega bara fyndið sem að allir geta hlegið að og það skaðar ekki neinn, en suma hluti hefur maður út af fyrir sig! Það er ekkert flóknara en það...
HVER ER FULLASTUR??? Mig langar að segja frá einni skemmtilegri keppni sem er í vinnunni hjá mér. Keppnin sjálf er reyndar bara einusinni á ári, á árshátíð Landvara! En hún heitir semsagt Hver er fullastur og snýstu um það hver er fullastur... ég hef nú aldrei haft neitt í þessa keppni að gera en það er nokkuð gaman að horfa á hina sem eru í toppsætunum. Í fyrra vann strákur sem heitir Kiddi, honum tókst að reyna við allt kvennfólk í húsinu, veit reyndar ekki með karlmennina hvort að þeir hafi lent í honum. Af bílstjórunum vann maður sem heitir Sveinbjörn, held að hann haldi titlinum ár eftir ár eftir ár.... hann allavegana verður það fullur að hann sofnar nokkrum sinnum á kvöldi við eitthvað borð, byrjar vanalega á því upp úr borðhaldi, nema hvað svo í fyrra þá gerðist nú svoldið skondið, hann drafst semsagt á einu borði og lagði tennurnar við hliðina á sér og gleymdi þeim á einvherju borði á Hótel Sögu.... nammmm. Ég hef hugsað mér að ef að þetta er það sem þarf að gera til að vinna titilinn þá held ég að ég sleppi því bara. En Pétur bað um að fá að koma með mér næst og ætlaði sko að vinna keppnina með yfirburðum, gaman að sjá hvort að það takist, enda er samkeppnin hörð þegar svona margir fylliraftar koma saman! c",)
Jæja nú er langt síðan síðast... hef mest lítið gert. Fórum reyndar á kaffihús í gær nokkrar físur, Sigrún Lena, Kónga, Hobba Íris og Margrét. Ákveðið var að fara á Ara í Ögri... greinilega heitasti staðurinn um þessar mundir... hittum Sigrúnu Hauks og Helgu vinkonu hennar og Pétur og frú. Það var nú skondinn kall sem að var þarna í gær, hann heitir Eiríkur og er voðalega skrýtinn, sat bara og talaði frekar hátt við sjálfan sig, kanski var hann að tala við einhvern ósýnilegan vin, en ég allavegana sá hann ekki!!! Vírdó! Síðan var mér boðið í gær að fá gefins þrjá miða á SKÚTER... en ég afþakkaði bara pennt, þetta kallar ekki á neitt nema bara hausverk! En gott boð samt! Ætli það sé síðan ekki bara Glaumbar í kvöld... fimmtudagur! Vuhhúúú c",)

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Sunnudagur: PIZZA HÖT HÖT HÖT... dansinn og alles! Fór þangað með Sigrúnu Lenu, namm, þeir standa alltaf fyrir sínu. Kítum svo á Ara og hittum Sigrúnu, Pétur og Anítu... Það var nú frekar leiðinlegt, VIÐ ERUM BEST, ÍSLAND ER BEST...heimska tík! c",)
Laugardagur: ÞYNKAAAA ekki samt dauðans, hef vitað það verra en það var svo þess virði! Síðan elduðum við Kónga Dominos, hún klikkar aldrei. Kíkti síðan á Ara í Ögri um kvöldið með Sigrúnu og Sigrúnu... tókum létt bæjarrölt og kíktum inn á nokkra staði, fórum samt bara snemma heim... Alveg búin eftir föstudagskvöldið!
Föstudagur: ÉG DATT Í ÞAÐ... VUHHÚÚÚÚ! Það var nú ekkert smá stuð... En allavegana dagurinn byrjaði þannig að það var léttvínsleikur í vinnunni og það voru tuttugu flöskur í pottinum sem að skiptist á tvo... ég vann reyndar ekki en varð alveg veik við að sjá allar flöskurnar, þannig að það var ákveðið að detta í það! Inga og Kolla komu heim og við vorum að sötra þar... naammm. Síðan fórum við á Ara í Ögri að hitta Pétur og þar var hann með einvherjum vinum sínum, man bara eftir tveimur, þeim Garðari og Skúla. Síðan kom hún Sigrún úr vinnunni, en hún er einmitt fastakúnni þarna, og Helga vinkona hennar. Við semsagt vorum þarna að sötra og síðan þurfti hún Inga að fá að borða þannig að við þrjár stungum af á Hlölla.... síðan lá Ingu leið heim, en við Kolla vorum ennþá galvaskar í miðbæ Reykjarvíkur að leita að einhverju fjöri. Skelltum okkur á Prikið með einhverjum tveimur strákum, og ég var næstum búin að kveikja í kofanum, úpps! Stungum síðan af á Dubliners þar sem að fólkið frá því fyrr um kvöldið var, og vorum þar alveg heillengi, þar er bjórinn sko góður. Síðan fórum við á Amsterdam.... hvað er málið með þetta staðaval hjá okkur? Vill taka það fram að ég átti engan þátt í því... bara fylgdi á eftir.... En þetta var semsagt alveg heljarinnar stuð, og ég get ekki beðið eftir að fara að djamma aftur um næstu helgi! p.s. Ég fékk koss frá strák. neneneneneee c",)
Fimmtudagur: Fór í biljard á Players með Baldri, tókum tvo leiki og hann tók mig gjörsamlega í rassgatið! Var örugglega bara ekki rétt stemd! ;) Alltaf má afsaka sig. En ég missti allavegana af síðasta þætti af Sex and the City fyrir þetta... Síðan lá leiðin á Glaumbar eins og venjana er á fimmtudagskvöldum, þar voru með í för, Sigrún Lena, Þóra Sif og Baldur. Þekkti svosem enga þarna inni nema Þórhall og Guðlaug Hoffman held ég. En það er svoldið sniðugt þarna á Glaumnum að sömu lögin eru spiluð aftur og aftur og aftur, kvöld eftir kvöld eftir kvöld... Hvað er málið með það???