föstudagur, júlí 11, 2003

Sól og sumar... geðveikt veður og maður er innilokaður í kompu! :( en verð bráðum búin að vinna svo að ég fer beint heim að pakka fyrir útileguna... og viti menn... það verða sko karókígræjur á ættarmótinu og mín er búin að velja sér lag... Don´t go braking my heart, með Elton John og Kiki... eina lagið sem að ég syng í karókí af því að það er svo auðvelt og heyrist ekki hvort að maður sé falskur eða ekki!!! c",) En þangað til næst, bless takk og ekkert snakk!!!

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Nú er ég nýkomin úr mínu öðru sumarfríi og það er svo erfitt að mæta í vinnuna eftir það... úfff!
Fótboltaleikurinn fór illa maður... töpuðum 6-4... en það var nú kominn tími til að Landflutningar fengu að vinna... og ég meira að segja fékk að spila með... í tvær mínotur eða svo... var nú ekki að gera góða hluti nema bara að vera sæt í stuttbuxum og háum sokkum... trallallla! Um helgina fórum við á Færeyska daga í Ólafsvík, kíktum bara á laugardeginum og vorum í eina nótt, gistum í garði hjá strák sem heitir Viffi... það var hörkudjamm á okkur, en ég komst að því að ég væri orðin svoldið gömul!!! Svo áður en við lögðum af stað ákvað ég nú að lita á mér hárið... bara svona aðeins til að fela gráu hárin sem að ég er komin með... og þau eru nú þónokkuð mörg get ég sagt ykkur... allavegana þá lituðust þau bleik... ÉG ER SVO MIKIL PÆJA!!! c",) Svo um næstu helgi er planað að fara á ættarmót hjá Öbbu, fyrrverandi kærustunni hans pabba og fjöldskuldunni hennar, eða reyndar bara á föstudaginn, og svo á laugardaginn ætlum við að fara í Borgarnes og vera hjá Þóru Sif og fara á ball í Hreðavatnsskála með Stuðmönnum!!! vúvúvú!!!
Allavegana þá segi ég bara í bili, bless kex og ekkert stress! c",)
það