föstudagur, febrúar 06, 2004

Loksins mun hún Kónga mín hljóta titilinn “afmælisbarn dagsins” en hún á einmitt afmæli á morgun, þann 7. og verður 24 ára. Af því tilefni munum við Sóðabrækurnar slá upp fagnaði og gleðjast ásamt góðu útvöldu fólki! Vegna þessa merkisdags mun ég tileinka afmælisljóðið mitt, henni! c”,)

Það verður gleði á laugardag,
Með miklum látum og fagnaðarbrag.
Einu ári mun ég við bæta,
Get ekki sagt að það muni mig kæta.

En fagnað verður fram úr hófi,
Í áfengis og svitakófi.
Gleðin mun hefjast klukkan átta,
Þá verður enginn farin að hátta.

Í húsi á Fornhaga 26,
Ég hlusta ekki á neitt pex.
Ætlast ég til að aðllir mæta,
Mig mikið mun það gleðja og kæta.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Þá mundi ég loksins eftir því að athuga með sumarbústað í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina… en viti menn, allt fullpantað… eða allavegana þar sem ég athugaði! Ætli maður verði þá ekki bara aftur í dordinglabæli eins og í fyrra! Alveg ótrúlegt hvað maður gat vanist því að hafa þetta ógeð skríðandi á sér, í hárinu, og andlitinu, tala nú ekki um í svefnpokanum… c”,)

En að öllu skemmtilegri fréttum, SNÆFELL ER Á TOPPNUM í Intersportdeildinni.
Heil umferð var leikinn á Íslandsmóti karla í körfuknattleik í gærkvöld.
Snæfell vann Keflavík í Stykkishólmi með 94 stigum gegn 90 og komst þar með í efsta sæti deildarinnar því að á sama tíma sigruðu Haukar Grindavíkinga með 89 stigum gegn 79 í Hafnarfirði.
Snæfell hefur 26 stig í efsta sæti en Grindvíkingar eru í öðru sæti með jafnmörg stig. Snæfellingar eru með lakara stigaskor en Grindvíkingar en hafa hins vegar vinninginn þegar kemur að innbyrðis viðureignum liðanna.
Þó er sagt á fréttavef kki.is að Grindavíkingar hafa lakari innbyrðis stöðu gagnvart Snæfelli. Góðar fréttir að úr íþróttaheiminum! c”,)