þriðjudagur, janúar 27, 2004

Klámkvöld

Þá er komið að örðu klámkvöldi hjá Sóðabrókarfélaginu. Planið er að hittast á einhverju vel völdu kaffihúsi hér í borginni klukkan hálf sex og snæða eftilvill einhvert góðgæti. Skunda síðan í verslun og skoða nýjustu fyrirbrigðin í hjálpartækjaheiminum og hugsanlega kaupa ef að eitthvað freistar nógu mikið! c”,) Síðan býst ég við að skundað verður í Sóða-Fornhagann og horf á “Inside Ásta” eða annan vel valdann klámara! c”,)
Fundargerð mun birtast hér á síðunni innan tíðar!

mánudagur, janúar 26, 2004

Opinberun Berglindar

Úff… nú er að renna upp fyrir mér hlutur sem að mig hefur grunað lengi en kanski aldrei þorað að viðurkenna almennilega… það er minn hræðilegi smekkur á karlmönnum… það er eins og útlit skipti engu máli hjá mér!
Það var að byrja nýr strákur í vinnunni hjá mér, nema hvað að ég var fyrir 13 árum síðan, mjög “ástfangin” af þessum manni, snemma beygist krókurinn! Og svo er einn x sem er að vinna með mér líka, hef nú ekki séð manninn lengi lengi, en mikið ofboðslega er hann ljótur! c”,) OG ÞESSU HEF ÉG SMEKK FYRIR!
Þá fara nú einhverjir að segja, Berglind… útlitið skiptir ekki öllu máli, heldur persónuleikinn!
Ok ég er nú alveg tilbúin til að viðurkenna það, en ef að geðveikir alkahólistar með marga persónuleika…….. æ ég segi ekki meir!
Og nú spyr ég, er til einhver meðferð við þessu???
Kíkt var á djammið á laugardaginn, nokkrar sóðabrækur og nokkrar vonabí-sóðabrækur! Ákvörðunarstaðurinn var NASA þar sem að Idol stjörnurnar héldu uppi stemningu í korter eða svo… en það voru þau Kalli, Tinna og Jón sem voru þarna! Og ef ég mætti segja fyrir mitt leiti þá má hún Tinna Marína þakka fyrir að myndavélar bæta á 7 kílóum, hún er ógeðismjó! Hann Kalli er alltaf voða sætur, nema ég er hrifnari af vinstri helmingi hans… Hann er með tvo gullhringi á hægri hlið sem ég ekki kann við, einn í eyra og einn á fingri!
Síðan voru nokkrir staðir þræddir… Ari í ögri, Pravda, Glaumbar ofl! Karlpeningurinn var nú ekki neitt ofsalega hrifinn af okkur þetta kvöld… kanski voru engir álitlegir úti! c”,)
En til stendur að hafa klámkvöld núna í vikunni sem líður og eru enn fleiri sem hafa sýnt þessu áhuga, gæti bara orðið fjölmennt! Ekki er ákveðið hvað gera skal, svo að ef að fólk er með hugmynd þá endilega látið ljós ykkar skína!