föstudagur, nóvember 14, 2003

Nú verður GLEÐI um helgina... vegna þess að ég á afmæli eftir 6 daga! Vuhúúúúú c",) en ég ákvað í staðinn fyrir að skrifa eitthvað hefðbundið sms eða e-mail eða bara að hringja í fólk og rumsa þessu upp úr mér, þá ákvað ég að semja rímu sem að ég hef ákveðið að birta hér!!!


Það verður gleði á laugardag,
með miklum látum og fagnaðarbrag,
Einu ári mun ég við bæta,
Get ekki sagt að það muni mig kæta.

En fagnað verður fram úr hófi,
í áfengis og svitakófi,
Gleðin mun hefjast klukkan átta,
þá verður enginn farinn að hátta,

Í húsi á Fornhaga 26,
ég hlusta ekki á neitt pex.
Ætlast ég til að allir mæta,
mig mikið mun það gleðja og kæta!


Og viti menn, hef ég fengið eitt gott svar við þessu og ætla ég að birta það hér...

Ég er ekki viss um að komið ég geti
ég lofa það flokkast ekki undir leti
ég þarf að læra alveg helling
þú verður bara án mín kelling

Ég vona bara að gleðin verð stór
og það verði drukkinn mikill bjór
ég kem ef mér tekst að klára
ég vona ég geri þig ekki sára
Já já árshátíðin sjálf var mjög skemmtileg... við hittumst nokkrar heima hjá mér um fjögur leitið og byrjuðum að sulla þá... fórum síðan í partý upp á hótel, okkur var nú ekkert sérstaklega boðið í neitt partý, nú þannig að við þurftum að bjóða okkur sjálfar í þau, og fórum við nú í allnokkur!!! Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að maturinn þarna á Hótel Sögu er hreinn og beinn VIÐBJÓÐUR!!! Ég ætlaði að láta hana Kóngu mína skjótast með eina pizzusneið til mín af því að ég var svo svöng, en svo var verið að gera grín að mér þannig að ég hætti við! Ekkert gerðist svosem á þessar árshátíð sem er skemmtilegt að segja frá... en mér skilst að Ómar hafi unnið keppnina "hver er fullastur" þó svo að Kiddi hafi komist mjög nálægt því! c",) Ég var nú hins vegar frekar stilt... held að ég hafi nú verið að reyna við einn, er samt ekki alveg viss... en síðan sá ég mynd af mér eftir helgina sem tekin var af mér í lok ballsins, og ég skil það vel að maðurinn hafi ekki haft áhuga... þ.e.a.s. ef að ég var að reyna við hann! Sú mynd var prentuð út og hengd upp í vínskápnum heima... því þvílíkt og annað eins hef ég nú sjaldan séð! c",)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Já árshátíðarhelgin í heild sinni var alveg æðisleg... við byrjuðum á því að mæta í partý upp í Kraft þar sem að það var vín í boði... nú og ég var nú bara með einn bjór en það var alltaf gengið á milli og fyllt á glösin svo að klukkan hálf níu þegar að partýið var að klárast, þá var ég alveg komin á eyrun... var eitthvað alveg að tapa mér í brennivíninu... nú þannig að við Helga Björg skunduðum heim þar sem að var Idol partý... og ég var beðin um að taka Leoncie og ekki fannst mér það nú mikið mál, mikill fögnuður var í liðinu yfir þessari uppákomu og fólk undraði sig á því hví ég hefði ekki farið í Idol... síðan lá leiðin í partý til Jóa og vina hans, en við erum sko grannar, ég er nú ekki alveg klár á því hverni þetta partý fór... en síðan lá leiðin á Kaffi Victor þar sem að var flutningapartý á efri hæðinni, nú og ég tapaði mér meira í brennivíninu... þannig að ég var keyrð heim klukkan tvö! Úff þar sem ég átti einmitt stefnumót við kl......ð