fimmtudagur, mars 18, 2004

Hef verið kysst… en samt!

Ástæða fyrir þessum skrifum mínum er sú að mjög oft þegar að eitthvað er að gerast í mínu lífi, hvort sem ég sé að fara eitthvað, gera eitthvað… þá virðist vera sem ég fái alltaf frunsu, fastir liðir eins og vanalega! Og nú er engin undantekning!

Ég las það einhverntíman í einhverju fræðiriti að það var gerð rannsókn með frunsur og kossa og í ljós kom að því meira sem þú kyssir því minni líkur eru á að þú fáir frunsu og svo öfugt… og þar er ég semsagt búin að finna ástæðuna fyrir því að ég fæ frunsur… ég kyssi ekki nógu mikið!

Og því er ég hér með að auglýsa eftir manni/mönnum til að kyssa mig, í þeirri von um að frunsurnar láti ekki sjá sig aftur! Áhugasamir vinsamlegast mætið í F26D í kvöld, milli klukkan átta og ellefu… eða hafið samband og látið vita ef að annar tími henntar betur! Og athugið… það er ekkert trix í gangi, svona fyrstur kemur fyrstur fær… Allir fá koss! c”,)


Það er skynsöm stúlka sem veit hvernig hún á að neita kossi, án þess að missa af honum.

sunnudagur, mars 14, 2004

Óbjóðurinn 2004

Af sérstöku tilefni höfum við ákveðið að stofna til sérstakra verðlauna, sem nefnast munu Óbjóðurinn 2004. Þau verðlaun hafa nú þegar verið veitt þó svo að ekki sé mikið búið af árinu 2004, en við teljum okkur vera með öruggan sigurvegara!

Þannig er mál með vexti að við dömurnar á F26D (sem er nýtt heiti á íbúðina okkar, skilji þeir sem skilja vilja) kíktum út á laugardagskveldið... en þar hittum við mann sem er undir venjulegum kringumstæðum mjög huggulegur maður, en skrýtinn þó. Þarna var hann þó bara skrýtinn og minnti hann all ískyggilega á danskan klámmyndarleikara! Hann virtist fylgja nýjustu tísku og var búin að safna mjög þykkri og fallegri hormottu... Barta niður á kjálka og krullur dauðans! Var hann sáttur við titilinn... þó svo þegar að þarna er komið við sögu var hann ekki svo mikill óbjóður!

Um morguninn vaknaði ein við það að maðurinn er mættur í Vesturbæinn, í garðinn á F26 og er þar að taka myndir... Sú sem að vaknaði og þekkir manninn hvað mest, hleypti honum inn og sendi hann að sofa! Seinna þennan morgun vaknar önnur snót við það að maðurinn kemur inn í herbergi til hennar, á sænginni einum fata og hirðir eitthvað upp úr gólfinu... en á þeim tíma er hann sóttur og dreginn aftur fram... c",)

Því miður hef ég ekki myndir af manninum eins og hann er útlítandi í dag!