fimmtudagur, nóvember 20, 2003

BESTA AFMÆLISGJÖF Í HEIMI

Ég sat í vinnunni og var í einhverjum agalegum hugleiðingum, kom einn bílstjóri til mín og spurði hvort ég ætti ekki örugglega heimi í x götu, og ég sagði náttúrulega já, en fattaði ekki hvað hann var að spá í því... þá sagði hann mér að ég ætti hérna sófasett sem ætti að senda heim til mín, nú ég kannaðist ekkert við það þannig að ég fór að skoða pappírana, og jú þeir komu heim og sama við upplýsingarnar um mig, nafn, heimili, sími og allt það... svo stóð á bréfinu að þetta væri frá ömmu í Stykkis og ég var ekkert smá ánægð, fór og kíkti á pakkan, VÁÁÁÁ stærsti pakki sem ég hef fengið, svo ég ákvað aðeins að kíkja í hann, en sófinn var vel pakkaður inn í plast en mér sýndist þetta nú vera þessi fínasti leðursófi, váá hvað ég var ánægð... fannst þetta reyndar fullmikið í afmælisgjöf, þannig að ég ákvað að hringja í hana ömmu mína og þakka fyrir mig og spurja af hverju hún hefði ekki látið mig vita!
"ÉG??? SÓFI???? NEI...kannst ekkert við það! "
Úpss hvað er að gerast hérna, hugsaði ég!!! Ég spurði alla í vinnunni en enginn kannaðist við þetta! Ég var á tímabili farin að halda að ég væri rugluð, en ég hafði séð pappírana og pakkann, og jú vissulega var þetta minn sófi!
Þangað til að tveir strákar komu eldrauðir inn, næstum búnir að míga í sig úr hlátri, og þeir hlógu og þeir hlógu og þeir hlógu... enda var þetta ekkert smá fyndið...
en þá höfðu þeir semsagt fundið eitthvað eldgamalt sófasett, eitt deginum í það að plasta því inn, fyrst plast utan um sófann, svona sentemeters þykkt lag, og síðan kom kassi utan um og síðan plast utan um það! Nú svo var að fá einhverja til að falsa pappírana, Helga Björg var valin í það starf.... En hún á afmæli á morgun svo ég hefni mín sko!!!! hehehe
En djókurinn náðist ekki að klárast vegna þess að aðalmálið var að senda átti sófasettið heim til mín þegar að ég var búin í vinnunni, og þá hefði ég bara setið uppi með eitthvað eldgamalt ógeðslegt sófasett!!! c",)

Takk fyrir mig Halli og Kiddi.... það kemur sá dagur að ég mun hefna mín!!!! múúhahhahahha c",)
Nú fékk ég sko skemmtilegar sendingar í vinnuna... fyrst fékk ég tvær rauðar rósir, þær voru skildar eftir á borðinu hjá mér, en ég fattaði fljótlega frá hverjum þær voru! Og síðan fékk ég eitt sólblóm með fullt af nammi, en það var komið með það til mín! c",) Svona eiga afmælisdagar að vera!
ÉG Á AFMÆLI Í DAG! c",)

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Í gær var myndasýning úr afmælinu. Sjöfn var með digital myndavél og tók eitthvað um 60 myndir sem hún skrifaði á disk fyrir mig, og svo var haldin myndasýning í gær... það er nú ekki hægt að segja annað en að það var þrusu stuð í þessu partýi, fólk vel drukkið og skemmti sér vel! Ef að einhvern skyldi langa til að sjá þessar myndir hérna inni, þá er bara að kenna mér að gera það, því ég kann það ekki sjálf! c",)

mánudagur, nóvember 17, 2003

Hver er munurinn á erótík og klámi?????????
Þú notar eina fjöður í erótík en alla hænuna í klámi! c",)
Helgin var byrjaði nú ekki vel, það gekk allt á afturfótunum... pabbi ætlaði að senda mér brennivín til að hafa í afmælinu og það átti semsagt að koma með rútunni um ellefuleytið á laugardagsmorgninum, nú svo mín skundar út á BSÍ, en viti menn, haldið þið ekki að þessir hálvitar á Bensó gleymi að setja pakkann með, þannig að vínið kom ekki fyrr en um níuleytið um kvöldið... típiskt... síðan lá leiðin á fótboltaæfingu þar sem mér tókst að slasa mig smá, en það gerist reyndar alltaf! Fékk síðan svoldið kaupæði, ég reyndar tapaði mér alveg í einni búð og keypti nánast allt sem ég sá!
Síðan hófst gleðin... það komu svoldið fleiri en ég átti von á en nóg var af brennivíni, húsið var svona eiginlega lagt í rúst... hvíta teppið á gólfunum er núna bleikt, (það var sko bleik bolla) sumir veggir voru nú líka orðnir bleikir... en það er nú bara gaman af þessu... síðan lá leiðin á Gaukinn á eftir þar sem Á Móti Sól voru að spila, við fengum mjög mörg frítt inn sem var ekki slæmt... síðan var ég svo æðislega heppinn að Magni vissi að ég og Helga Björg ættum afmæli og bauð okkur upp á svið til að láta syngja afmælissönginn fyrir okkur, nema hvað að Helga var á klósettinu með bilaðan rennilás þegar að við vorum kallaðar upp á svið, svo að ég þurfti að fara ein, og ég var alveg eins og skítur, sem betur fer tróð einhver gella sér upp á svið líka af því að hún átti sko afmæli líka! NIÐURLÆGING!!!!!!!!!!!!!
Svo endaði kvöldið nú það vel að ég var ekki með húslyklana mína á mér og ég var fyrst heim, þannig að ég skundaði yfir grindverkið í númer 24 þar sem að var sofandi maður, mér tókst að vekja hann og ætlaði að ná í varalyklana, en viti menn, Heiður var með þá með sér á djamminu, þannig að ég sat föst í 24 þar til að stúlkurnar komu heim af djamminu! Úfffff
En svona í heildina þá skemmti ég mér mjög vel og held að flestir hafi gert það, og vilja enda skriftir já að þakka fyrir mig! c",)
Tveir vistmenn á Kleppi sátu á bekk í garðinum og sleiktu sólskinið. Mávur einn sveimaði fyrir ofan þá og dritaði allt í einu beint á bersköllótt höfuð annars mannsins. Hjúkrunarkonan sem fylgdist með þeim greip andann á lofti og hrópaði: "Sittu bara rólegur. Ég skal skreppa og ná í klósettpappír."
Sá sköllótti sneri sér að sessunaur sínum og sagði vorkunnsamlega:
"Hún hlýtur að vera með lausa skrúfi þessi! Þegar hún kemur með klósettpappírinn verður fuglinn floginn eitthvað út í buskann!"