föstudagur, maí 30, 2003

Æði pæði, steik í sumarbústaðnum og ég er eins og tómatur, brann aðeins! En það var alveg æðislegt þar, fá smá pásu frá Reykjavíkinni! En í kvöld er grill og djamm í vinnunni... trúbador að spila og eitthvað skemmtilegt... það er nú alltaf skemmtilegt á þessum vinnudjömmum sem að við erum með... Síðan er það Stykkishólmur á morgun, en hún Berglind vinkona er að útskrifast frá Bifröst og það verður einhver veisla og síðan ball á eftir í Grundarfirði með Á móti sól... Óskum henni til hamingju með það! Síðan á sunnudaginn er það sjómannadagurinn... fastir liðir eins og vanalega... kanski maður taki þátt í einhverjum atriðum sem kvótadrottnig... ætli maður kíki ekki síðan á matinn og ballið um kvöldið þar sem að stórhljómsveitin SMS verður að spila... veit ekki meir! c",)

miðvikudagur, maí 28, 2003

Gjeggjað veður í dag... enda er ég að vinna, en allir kvennmenn í vinnunni hjá mér fengu ís í brauði í dag... namm! Svo er nú eitt hræðilegt... ég þarf að taka strætó heim úr vinnunni í dag! :( það hef ég nú ekki gert í tvö og hálft ár held ég... en það er bara af því að hún Kónga mín er að fara á línuskautanámskeið á eftir og er á bílnum... ohhh! Sjöfn í vinnunni hjá mér er að fara að keppa í fear factor á Ingólfstorgi á eftir og maður kanski kíkir og horfir á... En annars er ég að fara í sumarbústað í kvöld, held að hann sé í Úthlíð í Biskupstungum en er samt ekki alveg viss! c",) Við erum að fara ég, Kónga, Sigrún Lena og Sandra litla systir... verðum sem sagt hjá mömmu hennar, henni Öbbu, og fjölskyldu þeirra. En Abba er einmitt fyrrverandi hans Pápa. Og svo eru nú líka gleðifréttir, hún Sigrún Lena eignaðist lítinn bróður í fyrradag... hún hefur reyndar ekki fengið að sjá hann ennþá af því að hann er á gjörgæslu, en það hlítur að koma að því fyrr en seinna..... c",)

mánudagur, maí 26, 2003

Nú ætla að ég að setja heit, skrifa allavegana tvisvar í viku... En hápunkturinn núna er auðvitað JÚRÓ og hún Birgitta... mér fannst hún standa sig vel stelpan... en auðvitað voru júrópartí út um allan bæ og fór ég í eitt stykki svoleiðis, og svo voru svo margir sem voru að útskrifast þannig að ég fór líka í svoleiðis veislu... allt að gerast á sama kvöldinu, alveg típískt! En það var alveg svakalega skemmtileg! Síðan var skellt sér í Bláa Lónið í gær... fórum fimm í þynnkunni, gæti ekki verið betra! Síðan er það fótboltaæfing í kvöld, við krakkarnir í vinnunni erum með lið sem að ég held að heiti VÖRÓ en er samt ekki alveg viss! c",) Æfing númer tvö, slasaðist reyndar smá eftir síðustu æfingu en ekkert alvarlegt þannig að ég mæti í kvöld líka! Það er semsagt verið að æfa fyrir mót sem verður væntanlega haldið í sumar og er á milli flutningsaðilanna á Höfuðborgarsvæðinu... við vinnum alltaf... áfram Flytjandi!!!