mánudagur, maí 19, 2003

Nú eru aðdáendurnir sko aldeilis ekki sáttir... ég skrifa alltof sjaldan! En í gær fór ég semsagt í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall.... og var leiðinni heitið upp á Sólheima í Grímsnesi.... á gamlar æskuslóðir! Með í för voru Sigrún Lena og Sigrún Jóna... og þótti þeim þetta alveg stórskemmtilegt... það var nú ekki mikið hægt að gera þarna þar sem að það var sunnudagur og allt lokað en búðin þar var opin og fórum við og skoðuðum muni þar sem að vistfólkið þar hefur búið til... margt mjög sniðugt og flott! En toppurinn á þessu öllu saman var að þarna er hægt að búa til kerti, sem og við skelltum okkur í... og komust að því að okkar listamannshæfileikar liggja ekki í kertagerð... ég get í alvöru sagt að þetta er eitt það ljótasta sem að ég hef séð og hefur fólk óspart gert grín að okkur fyrir þetta! Síðan var ferðinni heitið á Borg til að kaupa nammi og svoleiðis... og síðan upp í Ljósafossskóla, þar sem að ég stundaði nám einusinni. Svo var ferðinni heitið upp á Þingvelli... það er alltaf jafn æðislegt þar, gengum þar eitthvað um og óskuðum okkur síðan í Almannagjánni! Enduðum síðan á Ara í Ögri og létum gera meira grín af okkur og kertunum! c",)