föstudagur, október 24, 2003

Þetta er nú alveg ótrúlegt... átta dagar í árshátíð og ég er komin með frunsu... þetta gerist á hverju einasta ári! Það er vísindalega sannað að því meira sem að fólk kyssir, því minni líkur eru á að það fái frunsur... nú nú já., Þar höfum við það.. það er svona sirka mánuður síðan að ég fékk frunsu síðast... það segir líka að ég kyssi ekki neitt! :(
Þá er föstudagur og aftur kominn tími til að skrifa! c",)
Leið mín lá á Felix í gær þar sem að keppnin fyndnasti maður íslands fór fram... ef að þetta er fyndnasta fólkið á íslandi í dag, þá veit ég ekki hvert þessi heimur stefnir! Þetta var svo leiðinlegt og er ég ekki sú eina um að finnast það... sumir gengu út strax í byrjun... þó verð ég að segja að kynnirinn, hann Bjarni töframaður hélt þessu kvöldi uppi... mér hefur alltaf fundist sá maður mjög leiðinlegur, bara frá því að ég man fyrst eftir mér, enda erum við náskyld, en ef að hann stóð uppúr í fyndni þá skil ég ekki hvað hinir voru að gera þarna!!!
Eina skemmtunin sem ég hafði þarna var þegar að einn keppandinn, sem kallaði sig Jón bónda, sýndi tvær myndir af sér nöktum, með rollum! Hápunktur kvöldsins! c",)
Ég klikkaði nú eitthvað á fótboltanum um síðustu helgi enda var ástandið ekkert svakalega gott á mér, en ég stefni á að mæta á morgun og láta ljós mitt skína... c",)

Annars er ekkert planað um helgina, er að hugsa um að taka því rólega... en samt er Idol kvöld þannig að það verður nú örugglega eitthvað Idol partý heima, býst ég við!