föstudagur, maí 09, 2003

Kostningar á morgun... er nú ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa eða hvort að ég ætli að gera það yfir höfuð! Tók nú samt próf á netinu og það kom út úr því að ég er mest fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins... kanski verður það bara X-B... aldrei að vita! En kostningar kalla á kostningadjamm... og ekki ætla ég að láta mitt eftir liggja í því! Haldið þið ekki að ég hafi bara bakað í gær og kom með köku í vinnuna í dag... ég er langvinsælust núna í vinnunni! c",) Það er spurning um að þurfa að kaupa sér vinsældir!!! Er samt búin að vera róleg síðustu vikuna, mikið að gera í vinnunni. Fórum í hárgreiðsluleik heima í fyrradag, Kónga klipti og litaði okkur Sigrúnu... hún fékk stutt og voðalega fínt ljóst hár, en ég fékk appelsínugular doppur í rótina út um allan haus... mmmm smekklegt. Ætla nú samt að gera eitthvað í þessu í dag, svo að ég verði fín og sæt fyrir helgina!