föstudagur, júlí 18, 2003

nammm grill í hádeginu í vinnunni... allir með hamborgar og pulsur eða eitthvað, nema tveir töffarar mættu með huge nauasteikur... tók allt hádegið þeirra að grilla það! Svo var bara setið og borðað úti... það var alveg æðislegt og það ætti að vera svona oftar!!! c",)
Það eru nú engin smá heilsustælar í mér þessa dagana... labbaði úr vinnunni í gær og niður í miðbæ... fullt af fólki og geggjað veður... þurfti reyndar að fara og fá mér Nonnabita af því að ég var svo dugleg... brunaði svo heim og fór á línuskautum í Nauthólsvíkina með Sjöfn... sagt að það sé besti staðurinn til að pikka upp fólk, það var sagt í þættinum Fólk með Sirrý... við vorum nú eitthvað að spá í þessu en sáum ekki að þetta virkaði... eina sem okkur datt í hug að gera til að stoppa stráka og fá þá til að tala við okkur var að henda okkur niður eða henda hvor annari í grasið... en hversu mikil pæja væri maður þá??? Þannig að Nauthólsvíkin og línuskautar eru ekki að virka til að pikka upp gæja... nema maður detti!!! Svo þurfti hún að sýna mér hvar besta ísinn á landinu væri að fá, það er í Melaísbúðinni... held að hún heiti það, og þar var sko röð langt út úr dyrum... en ísinn var ágætur, ekki sá besti sem ég hef smakkað samt!!!

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Hver þarf að fara til sólarstranda þegar að veðrið er svona æðislegt??? Það væri nú alveg brilljant að vera í sumarfríi núna, en nei... sumir þurfa að vinna... helv... ansk... og allt það! En í gærkvöldi brunuðum við systurnar og Grétar í sveitina í Hveró og heimsóttum foreldrana, og skoða nýja húsið, rosalega flott... og fengum líka grill og svo var farið í pottinn og fengið sér bjór... svona á lífið að vera!!!

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Ég verð nú að segja frá því að ég rakst á svoldið skemmtileg og mjög handhægt inni á netinu í dag... SKAPAHÁRALITUR... hver þarf ekki á því að halda??? Og viti menn, hann fæst í fjórum litum, rauður, mjög ljós, dökk brúnn og gloden ljós... og hann er einnig á alveg spes prís, eða kr. 1990 í stað 2290... ekki amarlegt það... hann helst í eins og skol, þannig að ef að einhver er með fallegan skapaháralit en langar samt til að breyta til, þá er það ekkert mál!!! c",)
Fór í nudd í gær sem að ég vann á útvarpsstöð fyrir nokkrum mánuðum hjá Sögu-Heilsu og Spa... það var algjört æði, ekkert smá flott þarna og mér leið eins og ég væri prinsessa, og þá ákvað ég að ég ætlaði að verða rík... Svo frétti ég nú að ég hafi verið í sjónvarpinu í gær, í Brúðkaupsþættinum Já á skjá einum, frá því að ég var að sýna á sýningunni hjá þeim fyrr á þessu ári... en það var nú samt ekki sýnt þegar að ég var næstum dottin uppi á sviði... ég var bara sæt þarna! c",) Og svo er ídag þannig dagur að maður fer endalaust út í reykingarpásur af því að það er svo æðislegt veður... Svo að ég ætla að hætta snemma að vinna í dag og fara kanski á línuskauta niður Ægissíðuna og út í Nauthólsvík, þ.e.a.s. ef að íþróttameiðslin sé búin að jafna sig!!!

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Vááá ég er ekkert smá hreykin af sjálfri mér... labbaði heim úr vinnunni í gær, það var alveg æðislegt... tók ekki nema einn og hálfan tíma, hefði reyndar ekki átt að taka nema kanski klukkutíma og korter... en nema hvað að þegar að ég var að labba götuna mína, alveg að koma heim og dauðþreytt þá sá ég nokkra stráka vera hlaupandi upp á þaki á skóla sem er tveggja hæða og ég náttúrulega fékk alveg sting í magan... þannig að ég eltist um nokkur ár og fór og sagði strákunum að fara niður, svo að þeir hlupu í burtu... svo ætlaði ég nú að tékka á því til öryggis hvort að þeir hefðu ekki alveg örugglega farið niður af þakinu... þá voru einhverjir krakkar þarna og sögðu að minsti strákurinn væri fastur uppi á efsta hlutanum af þakinu... svo að hún Berglind lipurtá skellti sér upp á þak náði í helv... krakkann og ætlaði svo varla að komast niður sjálf... þetta var ekkert smá mikið vesen og ég var að skíta í mig úr hræðslu!!!

mánudagur, júlí 14, 2003

Halló, halló, halló á ekki að hleypa inn, það var sagt að það væri sjó.... helgin var alveg frábær í alla staði... keyrðum fyrst út á Snæfellsnesið til að fara á ættarmótið... tjölduðum og skelltum okkur svo bara beint á djammið í skemmu sem þarna var og að sjálfsögðu voru karókígræjurnar þarna... og maður þurfti nú að sjálfsögðu að taka nokkur lög... maður hefði nú kanski tekið fleiri en það vill alltaf þannig til að þegar að það eru karókígræjur þá er ákveðið fólk sem að einokar þær, og í þessu tilfelli var það hún Kónga systir mín... ég giska á að hún hafi tekið um 30 lög!!! Gott hjá henni! c",) Allavegana þá var djammað alveg til sex um morguninn, eða það er að segja við þessi allra hörðustu! Síðan daginn eftir var lagt af stað í Borgarnes til að fara að tjútta þar... við vorum aðeins fleiri þar en átælað var en það var nú bara gaman. Grilluðum um leið og við komum og fórum síðan í snyrtileik á hárgreiðslustofunni sem að hún Elfa mamma hennar Þóru Sifar er með í kjallaranum hjá sér... það var algjört æði... draumur allra kvenna að hafa svona heima hjá sér... Svo var bara haldið smá partý og síðan skunduðu allir í Skálann á ball... og þetta var nú skemmtilegt ball og voru ýmsir skanndalar gerðir það... en samt ekki ég!!! tjiiing (geislabaugurinn upp) Það voru nú einhverjir sem voru að reyna að troða sér inn í fjölskylduna mína... aftur... Sigrún nú er nóg komið, mamma ætlar að ætleiða þig!!! og svo voru enn aðrir sem voru að kela inni á klósti! Gummi var að kenna mér hvernig ætti að snúa karlmanni um puttann á sér... það var ekki að virka nema þegar að hann var með!!! Svo eftir ball var farið heim til Þóru og allir í heita pottinn... frekar þröngt... Svo komu nú einhverjir að kíkja á okkur og meðal annars hann Svavar sem var síðan bara eftir! Allt kvöldið var beðið eftir því að hann Viggi dræpist svo að hægt væri að gera eitthvað fyndið við hann, en hann var svo þrjóskur að hann fór síðastur allra að sofa... Harka þar! Svo þegar að vaknað var daginn eftir var fólk nú í misjöfnu ástandi... en við fórum á Skógarbökuna í Borgarnesi og fengum okkur pizzu ofl... brunuðum öll í bæinn... þau hörðustu fóru í sund, en við aumingjarnir þurftum að fara heim og leggja okkur... síðan var það KFC og við Viggi tókum KFC lagið og dansinn með þar!!! Alveg brilljant! Svo fórum við í bíó... strákar og Sigrún fóru á THE HULK, græni skrímslakarlinn... en spennandi, og við stelpurnar fóru á The Lizzy Mc´Guire Movie... kann ekki alveg að skrifa þetta, en þetta var alveg hreint ágætismynd! Kíktum svo aðeins á kaffi Strætó, sóðalega búllan maður... drifum okkur bara út strax aftur.... Þá held ég að þetta sé komið gott af ferðasögu helgarinn... þangað til næst... bæjó spæjó!!! c",)