fimmtudagur, september 11, 2003

Nú er ég búin að vera að kíkja á blogg hjá hinum og þessum... og VÁÁÁ hvað ég á leiðinlegt blogg... lofa að bæta úr því þegar að tími er til. Held samt að það sé útaf því að ég skrifa bara um mig, mig og aftur mig, tja þetta er nú einusinni mitt blogg...
Sit nú bara í vinnunni ennþá, ein, er að sötra bjór og vinna á helv... tölvuna, næs líf, svona ætti þetta alltaf að vera!
En yfir í allt annað, haldið þið ekki nema að skvísan hafi skellt sér á línudansnámskeið, WHAT THE FUCK... en allavegana þá var þetta mjög ágætt... ég er að reyna að telja sjálfri mér trú um að ég sé ekki snobbuð, en samt skammast ég mín hálfpartinn fyrir þetta, þannig að ég ákvað að koma út úr skápunum og segja heiminum frá... stórt skref þar....
Hey, ef að það eru fleiri þarna úti í þessum stóra heimi sem eiga ekkert líf eins og ég, (Kónga, Íris og Þóra ekki meðtaldar) og ef að það vill þannig til að þið álpist inn á síðuna mína, pleace sign in the guestbook... c",)
Held samt að þetta blogg sé ekki lesið nema af ykkur þremur ofangreindum þannig að ég held að ég geti nú sagt bara hvað sem er...
Það var nú eitt fyndið sem að gerðist á sunnudaginn sem að ég var ekki búin að segja frá, en ég hitti þann næst mest skrýtnasta mann sem að ég hef á æfinni hitt, honum finnst ég örugglega sú allra skrýtnasta sem að hann hefur hitt, en allavegana ég verð drepin ef að ég segi af hverju ég var að skutla honum heim til sín klukkan fjögur á sunnudaginn, eftir náttfatapartý heima, þannig að ég sleppi því bara... en kíkið inn á bloggið hans, það er bara fyndið, slóðin er bjorgvin.blogspot.com c",)

mánudagur, september 08, 2003

Þá er búin enn önnur helgin og kominn þessi skemmtilegi mánudagur... báðir bílarnir dóu um helgina, arrrg, helv... druslur... En það sem bar hæst á gómana þessa helgina var hmmm æ ég veit ekki, Skjás eins partý á Nasa á föstudaginn, og allt flæddi í brennivíni og fólk gat fengið eins mikið og það gat í sig látið, eeenn ótrúlegt en satt þá var ég nú bara edrú, alltaf svo stillt, nei nei það var nú ástæða fyrir því, og hún var sú að ég fór að keppa í golfi á laugardaginn... og viti menn, ég varð í öðru sæti. Reyndar þá spiluðum við leik sem heitir Texas scramble og þá eru tveir í liði, en þetta var ógeðslega gaman... hittumst niðri í vinnu klukkan 11 og þar voru fyrstu bjórarnir opnir... svo var spilaðar 9 holur og sullað allan tímann, brunuðum síðan niður í vinnu og fengum að éta og meiri bjór og verðlaunaafhending. Gláptum síðan á leikinn (Ísland-Þýskaland,) fyrir þá sem eru voðalega vitlausir... Síðan fór ég í afmæli á Hard Rock, en hún Heiður átti 23 ára afmæli og fórum við nokkur þangað að éta... og drekka!!! Þar næst lá leið mín á sóðapöbbinn við hliðana á Brodway, þar sem að fólkið úr vinnunni voru, að syngja í karókí og ég lét nú mitt ekki eftir liggja og tók nokkur lög... síðan var bara farið niður í bæ á Gaukinn aðallega... æ nenni ekki að skrifa meira núna... c",)