föstudagur, júlí 25, 2003

Mér leiddist svo svakalega í gærkvöldi þannig að ég ákvað að semja ljóð sem kemur beint úr hjarta hins sanna karlmanns! Ég vil benda lesendum á að ég var búin að taka það framm að ég hef enga listræna hæfileika... en ég reyni, fæ prik fyrir viðleitni!
Á hnjánum eru konur æði,
yfir þær ég sprauta sæði.
Öllu fögru þeim ég lofa,
sný mér á hina og fer að sofa!
Það er nú eitthvað búið að breytast þetta blogg hjá mér....
Allavegana þá er mér ekki skemmt núna... komin með helv... flensu pest... svoleiðis á maður bara að fá á sumrin... fór ekki í vinnuna í dag og þurfti að fara úr henni í gær... við mikla hrifningu hjá yfirmanni mínum... eða þannig, hún horfði á mig með þvílíkum fyrirlitningarsvip þegar að ég sagði henni að ég yrði að fara heim... og svo sagði hún: Nú er þú ert að deyja þá verður það bara að vera í lagi! Ég held að sú kona ætti virkilega að íhuga að fremja sjálfsmorð svo að einhverjir gætu kanski sagt eitthvað fallegt um hana! Æ þetta var nú kanski fullgróft hjá mér... en só sorrý! Er að fara út að borða á morgun á Herreford steikhús með saumaklúbbnum mínum... Pink Ladys... svo verður bara tjúttað fram undir morgun... þ.e.a.s. ef að heilsan leyfir það! En núna ætla ég að halda áfram að vorkenna sjálfri mér þar sem að allir virðast vera búnir að fá leið á því! Góða helgi c",)

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ég er alltaf að komast að því meira og meira hvað ég er alveg ótrúlega fyndin... í gær lánaði ég Sigrúnu Hauks bílinn minn til að skjótast úr vinnunni upp í Holtagarða... nema hvað að bíllinn dó hjá henni eins og svo oft gerist, og hún var ekki með gemsann sinn, þannig að hún þurfti að fá að hringja í ríkinu til mín svo ég gæti reddað bíl til að draga hinn til baka... Ég plata Steina Hall (gamall karl í vinnunni sem er ótrúlega skotinn í mér ;) ) til að skutla mér og sækja hana... þá rauk bíllinn í gang hjá henni áður en hún sá okkur, svo að hún þarf að hlaupa aftur inn í ríki til að hringja í vinnun og láta þær síðan hringja í mig til að láta mig vita að bíllinn hefði farið í gang... nema hvað að hún skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan, svo að ég bara tók hann og sagði henni ekkert frá því... og Steini faldi sig bak við bíl og fylgdist með henni! Svo trítlar gellan út úr ríkinu og.... ENGINN BÍLL... Hún bara stóð þarna heillengi og gapti... var alveg viss um að hún yrði drepin! Ekkert smá fyndið!!! c",)

mánudagur, júlí 21, 2003

Svo á sunnudeginum fór ég að hitta hana Lottu mína sem var að koma í heimsókn frá Swiss... ohh það var svo æðislegt að hitta hana aftur, og hún lítur ekkert smá vel út! Ég hún og Sjöfn skelltum okkur í bröns á Kaffi Nauthól og sátum þar og spjölluðum alveg heillengi, svo kíktum við Sjöfn á myndlistasýninguna sem er niðri í bæ og aðeins í kolaportið líka... það er nú meiri subbulega búllan... en ég keypti mér "þjóðhátíðarstígvél" sem eru semsagt með beljumynstri og bleik... voða flott... nr 33... en ég verð allavegana ekki blaut í lappirnar! Talandi um að verða 15 ára gjelgja aftur!!! c",)
Sjöfn og Skapti frændi komu og sóttu mig í vinnuna á föstudaginn og við kíktum aðeins í Nauthólsvíkina. Svo þurfti ég að skutla Kóngu í Hveró af því að Gunnar var að fara að fljúga með hana til Akureyrar þar sem að hún ætlaði að eyða helgina... Þóra Sif kom með mér til að halda mér félagsskap og svo var ég að passa hana Hörpu Líf og hún kom með okkur líka... kíktum síðan á Pizza 67 í Hveragerði og fengum okkur að borða... og viti menn, ég er ein af þeim sem ekki getur skeint litlum börnum, hvað þá þegar að þau eru búin að kúka, en þarna í miðri máltíð þurfti ég að taka á honum stóra mínum og gera það og ojjjjj... fer ekki nánar út í það! Brunuðum svo í bæinn og skilaði fólkinu af mér og sótti Sigrúnu Lenu, við kíktum til Öbbu og Söndru og síðan fórum við allar fjórar að fá okkur ís... Ætluðum svo að kíkja á Nikka frænda á Cafe Deo en hann var ekki við en kom samt til að hitta okkur... þarna sátum við úti í góðum fíling, sumir með bjór en aðrir bara spakir í pepsí... ÉG! Svo var nú kítk á strákana á rúntinum... það var alveg helvíti magnað! Svo var bara farið heim að sofa!
Fór síðan snemma á laugardeginum niður í Nauthólsvík með Sjöfn. Sátum á kaffi Nauthól heillengi og fengum okkur að borða og nokkra bjóra og sleiktum sólina.... fórum síðan í smá ferð á línuskautunum og ætluðum síðan að skella okkur í sólbað í Nauthólsvíkinni en þá var bara orðið svoldið skýjað, en við létum það ekki á okkur fá og vorum bara að horfa á nokkra stráka spila strandarblak... namm!!! Tókum svo rúnt niður í bæ og skoðuðum mannlífið þar! Eftir þennan tíma í sólinni þá varð ég eins og karfi... og er enn, á mánudegi... en samt alltaf jafn sæt! c",)