þriðjudagur, júlí 29, 2003

Núna er ég búin að komast að því að ég er endanlega orðin geðveik... í lok vinnudagsins í gær ákvað ég að vera alveg rosalega heilsusamleg og trítla af stað heim og láta Kóngu svo koma og pikka mig upp þegar að hún væri búin að vinna. Svo hringdi Sjöfn í mig áður en ég fór af stað og við ákváðum að hún myndi koma og sækja mig og við færum og fengum okkur kaffi og síðan að éta... leiðin lá á Kaffivagninn sem er úti á Granda... og við sitjum þar í mestu makindum og erum að drekka kaffi og smóka okkur og svona... þá hringir Sigrún Lena í mig og segist þurfa að hringja í Kóngu, þannig að ég bið hana að segja henni að hún þurfi ekki að ná í mig í vinnuna, gleymdi því nebblilega... og nokkrum mínotum seinna hringir Kónga í mig og segir mér það að ég sé á bílnum!!! Ég er nú ekki alveg að fatta í mér... hvað er í gangi... kanski er ég komin með alsæmer út af öllu gráu hárunum, ég veit ekki! En ég þurfti semsagt að láta Sjöfn skutla mér í vinnuna til að sækja helv... bílinn og sækja Kóngu! c",)
Vuhúhúhú... rúmlega tveir tímar eftir af vinnunni og þá fer ég í sumarfrí, í þrjár vikur... ligga ligga lái!!! þannig að það verður örugglega ekki mikið skrifað á meðan! Svo fór ég áðan niður á Landflutninga og sótti miðana fyrir Kóngu og Sigrúnu í Herjólf... var nú samt svo gáfuð að fara ekki í Flytjanda peysunni minni, þær hefðu örugglega hækkað verðið út af því! c",) Ég var að tala við vinkonu mína í símann sem er mætt til eyja, og það er verið að gera allt tilbúið þar, búið að gera einhvern broskall í brekkuna og ljósasjóv á bryggjuna og eitthvað meira skemmtilegt... og svo sagði hún mér að þemað þessa þjóðhátíðina er Bubbi byggir og Teletubies! c",) Á morgun mun ég vakna upp í Vestmannaeyjum.... tralllaalllalalallalala
Það er nú margt búið að gerast síðan að ég skrifaði síðast... við stelpurnar fórum semsagt út að borða á Hereford steikhús og nammmm, aldrei hef ég smakkað jafn góðan mat... við sátum þar og borðuðum í tvo og hálfan tíma og fórum síðan heim til Sjafnar og sátum þar og djúsuðum og spjölluðum og kíktum síðan þrjár niður í bæ á djammið, ég, Lotta og Björk... og ég verð nú að segja að fólk var í mismunandi ástandi... sumir hefðu bara átt að verða þreyttir snemma... en allavegana við kíktum á einhverja pöbba niðri í bæ og hittum Ella mannin hennar Lottu og einhverja gæja úr handbolta liðinu hans frá Lyss í Sviss... Svissmiss hvað??? Svo á Sunnudeginum var nú bara tekið því rólega, fór reyndar á Ara í Ögri að fá mér að éta með Sigrúnu Hauks... og jú svo um kvöldið hjálpaði ég Ástu og Heiði að flytja, en þær voru einmitt að flytja í húsið við hliðina á mínu!!! Alltaf gott að eiga góða granna!!! Nú svo í gær gerðist nú svoldið skemmtileg, Sigrún Lena vann tvo miða á þjóðhátíð og við ætlum að fara... vuhhúúúú! c",) Og það var bara verið að plana þetta á fullu í gær... búin að senda tjaldið og vindsængurnar og svefnpoka og teppi til eyja, lét hana Sjöfn taka það fyrir mig, þannig að þetta er allt að gerast... og svo fórum við að telja dósir í gær til að eiga upp í þriðja miðann og það bara næstum því tókst... Alltaf fjör í Fornhaganum verð ég að segja! c",)