föstudagur, október 31, 2003

Lítið hefur verið um það í dag að maður hefur unnið, enginn hefur haft einbeitinguna í það! Allir voða spenntir! Árshátíðin byrjar svona óformlega í kvöld með því að farið er í partý upp í Kraft ehf sem er á milli 18 og 20 síðan liggur leiðin á efri hæðin á Cafe Victor þar sem að djammað verður fram undir morgun... það er sko harka í liðinu... ekki það að ég ætla nú bara að vera létt í kvöld, nenni ekki að verða þunn á morgun! Reyndar er mér nú boðið í grillpartý klukkan 20 en held að ég ætli ekki að fara, og svo er mér boðið í annað partý í kvöld til Spaghettímannsin og er ég nú að hugsa um að kíkja þangað áður en ég fer á Victor! c",)
Árshátíðarbölvunin er komin á fullt... tvær frunsur, tvær bólur, og brotin nögl, og nokkur aukakíló... alveg típískt, en það er nú alveg heill sólahringur sem er til stefnu til að gera þetta verra!!! Ég fór í hárgreiðslu í morgun á Jóa og félaga... það er nokkrir hommar að vinna þarna og nokkrar gelgjur sem að greinilega finnst svaka smart að eiga homma sem vini... ekki það að ég er alls ekkert á móti hommum! Ég er semsagt vön því að þegar að ég fer á hárgreiðslustofur þá þarf maður að eiga í tveggjatíma pínlegum samræðum við hárgreiðslukonuna, en þarna var sko aðallega rætt um Justin Timberlake og hversu æðislega sexý hann væri! Bara fyndið, mæli eindregið með þessari stofu! c",)

þriðjudagur, október 28, 2003

Nú er ég búin að vera með smá könnun og safna mér inn dönsum á árshátíðinni... geng að mönnum hneygi mig og segist vilja fá dans hjá þeim á árshátíðinni... það gekk svona upp og ofan... meðalaldur þeirra sem sögðu já var 47, hvernig er þessi heimur að verða! c",) Allir ungu strákarnir fóru í hnút og komu með einhverjar afsakanir, t.d. að þeir kynnu ekki að dansa and so on! EKKI ÞAÐ AÐ ÞEIR HAFI EKKI ÁHUGA Á AÐ DANSA VIÐ MIG... bara að hafa það á hreynu! c",)
Í dag eru 57dagar, 4 klukkutímar, 32 mínotur og 11 sekúntur til jóla... búið er að skreyta í Ikea, er nú ekki alveg viss með kringluna, en mér var sagt að það ætti að byrja skreyta þar í október... Svo sá ég mann í gær með aðventuljós í bílnum hjá sér... Hjá mér byrja jólin aldrei fyrr en 1. des... þá má fara að hlusta á jólalög og skoða jólagjafir og fara í kringluna og svoleiðis... ekki fyrr, þá verður jólaskapið búið loksins þegar jólin koma! c",)

mánudagur, október 27, 2003

Ég átti annan texta með henni... læt hann fylgja með líka! c",)

Ástin.

Lag og texti. Indverska prinsessan í Sandgerði.

Ástin ég er að koma heim ástin.
Vertu tilbúin undir sænginni ástin,
ég lofa þér að nudda þig og gefa þér fullnægingu.
Sætur, þú tryllir mig, ætlar´ð að vinna? Ég verð alveg að vera vitlaus um á böllunum og göngunum og diskótekoooonum.
Svo fljúgum við til útlanda og gerum þar allt vitlaust.
Hvenær sem er á árinu, enginn getur verið svo ástfangin.
Ástin þú veist að ég er svo eldheit og nú er ég orðin sjóðheit ástin, staðreynd er sú að ég hef alltaf verið þíííín.
Ohhh Ástin ég er að koma heim ástin, vertu tilbúin undir sænginni ástin, því ég er skvísan þín.

SÓLÓ Prinsessunnar.

Ohhh Ástin, þú veist að ég er svo eldheit.
Og nú er ég orðin sjóðheit ástin, því ég er skvísan þín.
OG HVAR ER BÍLLINN ÞINN?
Ástin við förum heim til Mín.
En ástin við tryllum heim til Þín!
Ástin við förum heim til Mín.
En ástin við tryllum heim til Þín

Ástin OG HVAR ER BÍLLINN ÞINN??
Ástin við förum heim til Mín!
En ástin við tryllum heim til ÞÍN……


Ég var að fá alveg snilldar meil... það er með nýja laginu hennar Leoncie, ég held að það heiti "Gott að búa í Kópavogi" gæti líka heitið "Ást á pöbbnum" er ekki alveg viss!
Það er tær snilld að skoða textana hennar og hlusta á lögin... sérstaklega þegar að hún er að reyna að syngja og semja á íslensku... ég ætla að setja textann við lagið hérna inn bara til gamans... Og konan kallar sig listamann!!!

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.
Þá er ég loksins búin að fá mér brillur og viti menn, ég sé! Þetta er alveg ótrúlegt... ég setti þær upp í búðinni og ég var eins og lítill krakki í nammilandi... þvílíkur fögnuður! c",)
En annars gerði ég nú mest lítið um helgina... jú ég fór á fótboltaæfingu, held að ég hafi ekki alveg verið að fatta muninn á fótbolta og balletti, allavegana sýndi ég frábæra takta úr báðu, bara svona í bland! c",) og slasaði mig líka pínku, enda ekki við öðru að búast kanski þegar að maður stundar þessar tvær íþróttir saman, en ég fékk allavegana þennan svakaflotta marblett rétt neðan við hnéið... sem hefði verið undir venjulegum kringumstæðum allt í lagi, en ég er að fara á árshátíð á laugardaginn í stuttum kjól... ohhhh! Típískt ég!