laugardagur, apríl 19, 2003

Í dag er laugardagur, ekkert deit ennþá en það er allt í lagi, ég er ekki runnin út á tíma ennþá! Ákvað í gærkvöldi að skella mér í hólminn á ball, detta í það, og vá, þynnka pynka í dag get ég sko sagt ykkur... Ég er svo mikill hálviti að ég gleymdi að fara í ríkið fyrir páskana, HVER GLEYMIR ÞVÍ BARA??? En það vildi nú svo heppilega til að ég átti hálfa epplasnafsflösku heima svo að ég drakk hana bara. En ballið semsagt, það var á Fimm Fiskum og hljómsveitin ROT (Rafvirkinn og Tittirnir) voru að spila, man nú ekki alveg hvort að þeir voru góðir eða ekki, en þetta var samt hörkustuð.... fullt af kjaftasögum!!! Gerðist svo bakari í nótt, þegar að maður er vanur því í bænum að getað fengið sér að borða á hvaða tíma sólahrings sem er þá vill maður gera slíkt hið sama úti á landi, þannig að þegar að ég komst að því að ekkert væri til að borða heimahjá mér skellti ég mér í bakaríið og keypti alveg heilan helling, fékk að setja sjálf á snúðana, það endaði frekar subbulega! ;) Síðan var það þynnkupulsa og franskar á bensó, langt síðan að ég hef farið í svoleiðis, og síðan er það þynnkusund! Síðan fór restin af deginum í það að sofa og kvöldið er alveg óráðið... c",)

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Jæja þá er þessi blessaða vinnuvika að verða liðin, er svosem ekki búin að gera margt... Gummi Guðna kítki í heimsókn á mánudag, hann er alltaf jafn sætur, og rassgatið... nammmmm. Mega stelpur segja svona??? Og jú fór í bíó í gær með Sólbjörtu og Valdísi að sjá Cicago... ágætis mynd... en Z´Jones er bara feit við hliðinni á R´Zell... ekki átti maður von á að það gerðist eftir að hafa séð Bridget Jones diary og Entrapment með fyrrnefndum í aðalhlutverki! Eins og ein góð bæn er, Góði guð, ef þú vilt ekki gera mig mjóa viltu þá gera vinkonur mínar feitar!!! Vitiðið hvað gerðist, þetta er svona once in a lifetime, ég mætti í ræktina fyrir vinnu í morgun og síðan í vinnuna klukkan átta... Vá maður... þetta er eiginlega of mikið af því góða! En hvern hefði grunað??? Síðan eru þessir blessuðu páskar frammundan og allir að henda í mann nammi, núna er ég með í veskinu mínu, tvo stóra súkkulaði jólasveina, þrjú lítil páskaegg, tvö snickers og sleikjó.... nammmm... það var eins gott að ég fór í ræktina á morgun svo ég bæti þessu ekki á mig! En það er semsagt alveg óákveðið hvað ég ætla að gera um páskana, er að spá í að fara á stefnumót... þarf samt bara að finna einhvern strák til að fara með mér á það... verð bara með nammið með og þá segir enginn nei!!!
Ég er í alveg heljarinn basli með þetta helv... blogg, það er alltaf eitthvað vesen á því og þessvegna skrifa ég svona lítið! Á laugardaginn fór ég semsagt í Hólminn... Ferðinn byrjaði nú ekki vel, þar sem að liðið var slapt frá kvöldinu áður, allavegana þá þurfti hún Kónga að fá stopp rétt eftir að við komum upp úr göngunum, hún var nebblilega með "gubbupest" aha... við vorum semsagt fjórar sem fórum, við systurnar ásamt Sigrúnu Lenu og Rannveigu... Byrjuðum kvöldið á að fara út að borða á kaffihúsið og fórum síðan heim í partý, sem að í vorum við fjórar ásamt honum Pápa og Tína kom aðeins.... Þetta var alveg heljarinnar partý, allir komnir með harðsperrur fyrir ball, það jafnast ekkert á við Riggarobb partý... Síðan var ferðinni heitið heim til Sólbjartar í annað partý... og svo skrollaði allur hópurinn upp á Hótel á dansleik... Bara gaman get ég sagt ykkur, var nú reyndar eiginlega edrú, sem er allt í lagi af því að mér finnst það líka skemmtilegt.... Lítið fór fyrir hösli á því balli, lov vos nott in ðí er ðett næt! Hvað get ég sagt, sveitadurgar gera það ekki fyrir okkur! c",)

mánudagur, apríl 14, 2003

FÖSTUDAGUR: Það var kíkt á djammið, byrjuðum á Ara í Ögri, ég, Sigrún Lena, Kónga, Sigrún Hauks, Rannveig, Hobba, Ninna og Helga! Við Sigrún Hauks vorum þær einu sem ætluðu að detta í það, en Kónga og Rannveig slysuðust til að fá sér einn og svo tvo og svo þrjá og síðan eitthvað meira, þetta semsagt endaði í hörku fylleríi hjá okkur. Jói og Kjartan voru að spila þetta kvöld, þeir klikka nú aldrei strákarnir! Það er nú skemmtilegt að segja frá því að kallinn sem leikur aðalhlutverkið í Elling kom og settist hjá okkur og var að spjalla við okkur, viðkunnalegur kall! Síðan komu tveir strákar sem heita Ægir og Maggi og settust hjá okkur, (kannast aðeins við þennan Ægi) allavegana þá var hann svo góður að hann hélt liðu uppi á bjór, það fékk enginn að klára úr glösunum sínum, það var alltaf komið nýtt áður en það gerðist. Svoleiðis á þetta að vera! Svo var nú tekin svakalega fín mynd af okkur sem er inni á djamm.is alveg agalegar skvísur... Rannveig var valin höstler kvöldsins, daddara, þó voru einhverjar sem að reyndu við titilinn en ekkert gekk! Svo er nú eitt þegar að maður er orðinn fullur, það er svo agalega gaman að reyna við stráka... maður fattar ekki alltaf fyrr en daginn eftir að maður gerði sig að algjöru fíbli með þessu.... Bin ðer, don ðett! :( En allavegana þetta var bara fínt kvöld, enduðum það á glaumbar... flestar! c",)