mánudagur, febrúar 09, 2004

Samatekt úr afmæli Kolbrúnar c",)

Klukkan átta
Stelpur voru gerðar sætar
Bolla var blönduð
Skot voru einnig blönduð
Karókítæki var var sett upp
Falinni myndavél var komið fyrir
Klukkan níu
Gestirnir komu
Allir voru rólegir
Bollan var teiguð
Skotin voru drukkin
Klukkan tíu
Losna tók um hömlur fólksins
Meiri bolla var drukkin
Klukkan ellefu
Fólk byrjar að syngja í karókíi
Upptökur hófust á myndavélinni
Klukkan tólf
Tjúttað var fram úr hófi
Klukkan eitt
Brjóst tóku að sjást hér og þar (til eru upptökur)
Innilegar samræður hófust… trúnó
Klukkan tvö
Ælt var fyrir utan dyrnar
Húsið var orðið ógeðslegt og varl íbúðarhæft
Hækkað var í græjunum og sungið hærra
Líkamstáknmál var talað sem enginn skildi
Klukkan fór að nálgast þrjú
Ósofinn nágranni ruddist inn og lækkaði í græjunum
Fólki var hent út og skundað var niður í bæ
Klukkan fjögur
Fætur fóru að kikkna undan fólki með þeim afleiðingum að það datt
Dónaskapurinn fór að magnast upp í fólki
Minnisleysi var með í för
Hringt var í mann og annan
Svengdin var farin að segja til sín, svo skundað var á Jón magra
Klukkan fimm
Sumir voru næstum búnir að pissa í sig og þurftu að taka leigubíl heim, en duttu fyrst, í hvítri kápu
Restin fór heim að sofa
Morguninn eftir
Sumir voru ekki heima hjá sér, þrátt fyrir að hafa verið það þegar fólk fór að sofa
Þynkan var í algjöru lágmarki
Það var mórallinn hinsvegar ekki
Rifjað var upp gerðir gærkveldsins
Horft var á földu myndavélina og kom þar margt í ljós, sem fólk ekki vissi
Mórallinn var alls ríkjandi