miðvikudagur, maí 14, 2003

Jæja þá eru aðeins tólf vinnudagar í sumarfrí, eða það fyrsta reyndar! Það verður helvíti fínt að fá smá frí... kanski maður skelli sér á sjóinn með Pápa! Það gæti orðið skemmtilegt! En í fyrradag þá fórum við semsagt á Ara í Ögri, ég, Sigrún, Sigrún og Kónga... það ver ekkert smá skemmtilegt, við vorum að segja fyndnar sögur, það sem að sumt fólk lætur út úr sér! Það komu nokkrar skondnar settningar í ljós sem að stelpur hafa sagt við stráka! (ég myndi ekki vilja lenda í þessu)
1. Ég er ekki alveg að ná mér á snúning hérna með þér, viltu ekki bara fara heim..... c",)
2. Þú ert svo helvíti leiðinlegur að ég þarf að fá mér bjór..... c",)
3. Einn var svo fljótur að fá það að það var sagt við hann "þú komst þó á blað fyrir eitthvað" c",)

Sumir kunna sig en aðrir ekki!!!

mánudagur, maí 12, 2003

Kostnigapartý heima á laugardaginn... alltaf stuð eins og vanalega! Svo bauð ég upp á köku í partýinu og það var alveg að slá í gegn... fólk ætti að prófa það, frekar en að vera með eitthvað snakk! nammm! Svo vorum við líka með heimabruggað léttvín sem er úr Ámunni, bæði rósavín og hvítvín með misjöfnum bragðtegundum, og það er blandað út í spræt... alveg æðislega gott, líka fyrir þá sem að ekki drekka léttvín! Hvernig væri nú bara að fara að leggja aðeins í??? Maður er nú frekar sorglegur verð ég að viðurkenna, um leið og við komum niður í bæ fórum við ekki beint á skemmtistað, nei nei nei við fórum tvær á Nonnabita til að fá okkur smá orku svo að við myndum halda djammið út... hhvaaa!!! Það virkaði samt ágætlega! Svo fengum við strák sem ég þekki til að skutla okkur heim eftir djammið, og svo ætlaði ég nú aðeins að fá að kyssa hann, en hann gat það ekki vegna þess að hann var með hálsbólgu.... AHAAA... (ekki það að hann vildi ekki kyssa mig) c",) En í gær fór ég í bíó með Kóngu og Hobbu á myndina "How to loose a guy in 10 days" hún var allveg brilljant, hélt að þetta væri bara svona stelpumynd en það kom svo á daginn að þetta er alveg þrælgóður grínari... allir að sjá hana! Fór síðan á Kaffibrensluna eftir það að hitta Hauk... maður er alltaf að virkja fjölskyldutengslin! c",) En er að fara á Ara í Ögri núna að hitta Sigrúnu x 2 og svo verður kvöldið bara að koma í ljós!