föstudagur, september 26, 2003

Jæja, þá er helgin framundan... Fótboltaleikur á morgun klukkan 17:00 við Fjölbrautaskólann í Garðabæ...
FC Flytjandi
V/S
FC Trucker United
Endilega komið og kíkið á leikinn, fullt af flottum strákum að spila!!!
Svo á hún Sigrún Jóna afmæli á morgun en hún verður 23, til hamingju.
Svo er afmæli hjá Kollu líka, en hún fagnar 25 ára afmælinu sínu, í góðra vina hópi...
eins og ég segi, nóg að gera!!!

fimmtudagur, september 25, 2003

Dugnaður dugnaður dugnaður... æ vos beiking a keik jesterdei, eða kanski ekki köku öllu heldur skinkuhorn, ég var ekkert smá vinsæl þá, en enginn virtist kannast við söguna um litlu gulu hænuna... en þá söng ég bara... og ef að skyldi ég eignast mann, baka ég svona fyrir hann, þú mátt sjá, en farðu svo frá, því ég er að baaaaaakaaaaa! c",)
Þá er kominn sá tími að lús og flensupest fer að ganga yfir landann... ekki er nú komin lús á mitt heimili, sem betur fer, en helv... flensan er komin í hana Kóngu! Ég hringdi nokkur símtöl í gær til að spurja fólk hvort að það væri til í að taka hana að sér, en enginn vildi sjá hana... Þannig að hér með óska ég eftir einhverjum sem mundi vilja taka hana að sér... kostar ekki neitt, og hún kann að syngja og gera allskonar hundakúnstir, fínt fyrir börnin í stað gæludýrs! Áhugasamir hafa samband við mig í síma eða bara mæta á svæðið og nema hana brott. Fyrstur kemur, fyrstur fær!!! c",)

miðvikudagur, september 24, 2003

Afmælisbörn dagsins:
Berglind Lilja er 23 í dag c",)
Kolbrún Sveins er 25 í dag c",)

Óska ég þeim til hamingju með daginn, með þessu lagi...

Þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli í dag
þær eiga afmæli, bæði Berglind og Kolla
þær eiga afmæli í dag

og svo annar afmælissöngur sem ég lærði upp á Sólheimum þegar að ég bjó þar...

Lífið allt þér gangi í hag
þú sem átt afmæli í dag
þett´er þitt lag
Á sunnudaginn fór ég í bíó í lúxussalinn, var að prófa hann í fyrsta skiptið, skil ekki afhverju allir salir eru ekki hannaðir svona, þetta var ekkert smá þægilegt! Ég mæli líka með myndinni, hún var æði, Bad boys, bad boys, what you gona do? What you gona do when they come for you???
Síðasti laugardagur var æði... það var enn eitt vinnupartýið, eða reyndar hét þetta fjölskylduhátíð, en þar sem að ég á "enga fjölskyldu" lenti ég bara í bjórnum... gaman það... partýið var semsagt haldið inni í skemmu hjá okkur, fjórir stórir hoppukastalar og trampólín, sem að ég að sjálfsögðu þurfti að prófa... en hætti þegar að litlu stelpurnar fóru að gera grín að mér og sögðu að trampolínið næði næstum niður í gólf þegar að ég hoppaði... ef að þetta er ekki einelti þá veit ég ekki hvað...
Svo var nú líka haldin lyftarakeppni, og þar kepptu allir strákarnir sem að vinna á lyftara, og ég... ég var semsagt skráð til leiks og ekki gat ég nú farið að gugna á því... ég allavegana skíttapaði... en með sæmd... fólk þarf nú að hafa eitthvað til að hlæja að!!!
Já og svo vorum við með þrjú grill, buðum upp á pulsur og hamborgara og kjúklinga, og einhverra hluta vegna bauð ég mig bara fram í að grilla, sem ég hefði betur látið ógert... því að ég lenti í því að grilla pulsur, og ég get svo svarið fyrir það að ég var angandi eins og ég hafi lent ofan í pulsupotti, það var ógeðsleg pulsufíla af mér... var reyndar að hugsa um að gera bissnes út úr þessu, fara niður í bæ og auglýsa bæjarins bestu!!!
Svo voru Land og Synir að spila undir dansi, þeir eru nú alveg ágætir... voru samt ekki mjög hrifnir af því þegar að fólk fór að dansa línudansa við lögin þeirra, hehe það var nú bara fyndið!
En eftir það var síðan haldið heim í partý, tveir kassar af bjór teknir með og síðan bara tjúttað, fór reyndar ekkert eftir partýið, var alveg búin að fá nóg... það var nú eins gott því að flest allir sem fóru niður í bæ hafa sömu sögu að segja, annað hvort voru þau að drepast, eða mundu ekki neitt!!! c",)
Ég játa, ég játa, ég er klámhundur, I´m a pornodog... en svona í alvörunni þá er ég fallin, með 4,9... usss ekki nógu gott... en ég hélt út í viku, sannaði það fyrir sjálfri mér að það er ekkert mál að hætta að reykja, svo ég bara byrjaði aftur... :( já já ég skammast mín, en gengur bara betur næst!!! þá stefni ég á 8 daga! he he c",)